Fulltrúar í starfshópi um fiskveiðistjórnun telja samningsleið vera betri en fyrningarleið segir Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.
Útgangspunktur er að breyta hugtakinu eignarréttur í afnotarétt og að gjald sé greitt í samræmi við afkomu sjávarútvegsins. Á spýtunni hangir svo smíði heildstæðrar löggjafar um allar auðlindir, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.