Enginn millivegur til í þagnarskyldunni

Sr. Geir Waage, prestur í Reykholti.
Sr. Geir Waage, prestur í Reykholti. mbl.is/Jim Smart

Þagn­ar­skylda presta við sókn­ar­börn sín er al­gjör og þar er eng­inn milli­veg­ur til, að sögn sr. Geirs Waage sókn­ar­prests í Reyk­holti. Geir seg­ir að prest­ar geti ekki beygt sig und­ir barna­vernd­ar­lög þar sem seg­ir að til­kynn­inga­skylda sé æðri siðaregl­um.

„Þagn­ar­skyld­an bygg­ir á því að prest­ur­inn er áheyr­andi að því sem sagt er við hann í skrift­um í Guðs stað, þannig að sá sem kem­ur með vand­ræði sín eða sam­visku­kval­ir til prests­ins verður að geta treyst því að það fari ekki lengra. Annað hvort er þagn­ar­skyld­an al­gjör eða hún er eng­in, það er eng­inn milli­veg­ur þarna," seg­ir sr. Geir Waage við Morg­un­blaðið.

Geir var meðal þeirra sem mæltu gegn því að inn­leitt yrði ákvæði í siðaregl­ur Presta­fé­lags­ins þar sem tekið yrði sér­stak­lega fram að þagn­ar­skylda presta leysti þá ekki und­an til­kynn­inga­skyldu til Barna­vernd­ar. Meðal þess sem Geir og fleiri bentu á í þeim umræðum, og hef­ur staðið í sum­um, er að prest­um beri frem­ur að hlýða Guði en mönn­um og skyld­ur þeirra sem presta gangi lengra en mann­anna boð.

Ekki um yf­ir­hylm­ingu að ræða

Geir seg­ir að þessi um­mæli séu með vís­an í þá grund­vall­ar­hug­mynd að prest­ur hlýði á skrift­ir í Krists stað. „Prest­ur­inn má aldrei gera sig að dóm­ara yfir sam­visku ann­ars manns. Hann get­ur ekki farið að sort­era hvers kon­ar leynd­ar­mál eigi að þegja um og hvers kon­ar leynd­ar­mál eigi ekki að þegja um. Hann er hlust­andi og á síðan að leiðbeina viðkom­andi til þess að taka af­leiðing­um gjörða sinna."

Því sé það aldrei svo að prest­ur sitji þegj­andi og hljóðalaust og hylmi yfir með brota­mönn­um, hann reyni að tala um fyr­ir þeim en geti hins­veg­ar ekki hlaupið með upp­lýs­ing­arn­ar á torg. „Hvert á brotamaður að leita ef hann get­ur ekki leng­ur einu sinni leitað til prests og treyst því að hann fari ekki með allt til lög­regl­unn­ar? Þegar upp er staðið snýst þetta um grund­vall­ar nauðsyn sálusorg­un­ar, að mann­eskja eigi ein­hvers staðar eyra, hversu skelfi­legt það er sem angr­ar viðkom­andi."

Að sögn Geirs er ekki um það að ræða að sú ólíka afstaða sem prest­ar virðast hafa til þagn­ar­skyld­unn­ar byggi á ólík­um kenn­ing­um. „Það hef­ur aldrei verið nema ein kenn­ing inn­an kirkj­unn­ar og hún er sú að prest­ur­inn er sálusorg­ari og hann hlýðir skrift­um manna og leiðbein­ir þeim, hann get­ur ekki vikið sér und­an því. Þess vegna segi ég full­um fet­um að þeir menn sem ekki skilja þetta og ekki treysta sér til þess að þegja yfir svona vitn­eskju, sem oft á tíðum er al­veg skelfi­leg, þeir eiga ekki að vera í prests­skap. Þarna skil­ur á milli þeirra sem eru prest­ar og taka skyldu sína al­var­lega og ein­hvers kon­ar fé­lagsliða í hempu."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert