Varað við hvössum vindstrengjum

Rigningu er spáð víða um land og jafnvel slyddu til …
Rigningu er spáð víða um land og jafnvel slyddu til fjalla, einkum norðan til. mbl.is/Ómar

Veður­stof­an var­ar veg­far­end­ur og aðra við hvöss­um vind­strengj­um við fjöll vest­an­lands í dag. Veður fer nú kóln­andi er bú­ist við slyddu til fjalla norðan­lands.

Veður­horf­ur næsta sól­ar­hring eru þær að bú­ist er við norðan- og norðvestanátt, yf­ir­leitt 8-15 m/​s, hvass­ast vest­an til og við norður­strönd­ina. Rign­ingu er spáð, einkum norðan­lands og jafn­vel slyddu til fjalla, sem fyrr seg­ir. Hiti verður á bil­inu 5 til 13 stig, hlýj­ast syðst. Norðaust­an 5-13 m/​sek og rign­ing á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi en létt­ir til suðvest­an­lands. Læg­ir held­ur síðdeg­is, hiti 8 til 16 stig, hlýj­ast sunn­an til á land­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert