Veðurstofan varar vegfarendur og aðra við hvössum vindstrengjum við fjöll vestanlands í dag. Veður fer nú kólnandi er búist við slyddu til fjalla norðanlands.
Veðurhorfur næsta sólarhring eru þær að búist er við norðan- og norðvestanátt, yfirleitt 8-15 m/s, hvassast vestan til og við norðurströndina. Rigningu er spáð, einkum norðanlands og jafnvel slyddu til fjalla, sem fyrr segir. Hiti verður á bilinu 5 til 13 stig, hlýjast syðst. Norðaustan 5-13 m/sek og rigning á Norðaustur- og Austurlandi en léttir til suðvestanlands. Lægir heldur síðdegis, hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnan til á landinu.