Ríflega átján þúsund manns hafa skrifað undir áskorun um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðar eignarhald og nýtingu orkuauðlindanna.
Vísa aðstandendur undirskriftalistans til umfjöllunar Bloomberg þar sem rætt er við Björk Guðmundsdóttur, tónlistarkonu, og vitnað til orða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um að hún meti það svo að ef 15% kjósenda vilji þjóðaratkvæðagreiðslu ætti það að nægja til þess slík atkvæðagreiðsla færi fram.
Á vef átaksins orkuaudlindir.is hafa nú þegar ríflega 18.000 manns undirritað áskorunina en 35.000 undirskriftir þarf til þess að ná 15% markinu.