Ætla ekki að mæta til New York

Slitastjórn Glitnis hefur stefnt bæði Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri …
Slitastjórn Glitnis hefur stefnt bæði Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fyrir dóm í New York.

Jón Ásgeir Jóhannesson mun ekki mæta fyrir dóm í New York í dag til að gefa vitnisburð í skaðabótamáli Slitastjórnar Glitnis á hendur fyrrverandi stjórnendum Glitnis. Þetta var haft eftir Jóni Ásgeiri í fréttum Ríkisútvarpsins.

Lögmenn slitastjórnar stefndu Jón Ásgeiri og sex öðrum fyrir dómstól á Manhattan til að gefa munnlegan vitnisburð í skaðabótamáli slitastjórnarinnar. Þeir eru einnig krafðir um fjölda gagna.

Jón Ásgeir átti, samkvæmt dómskjölum, að mæta í dag og aðrir næstu daga. Haft var eftir Jóni Ásgeiri í fréttum Útvarpsins, að enginn hinna stefndu myndu mæta fyrr en niðurstaða lægi fyrir í frávísunarmáli þeirra en þeir krefjast þess að skaðabótamálinu verði vísað frá dómi í New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert