Ætlar að kæra úrskurð Neytendastofu

Vodafone segist munu kæra ákvörðun Neytendastofu, um að sekta fyrirtækið um 2,6 milljónir króna, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu, að auglýsingarnar væru villandi og að Vodafone hefði með því að birta þær á síðasta ári hefði fyrirtækið brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Vodafone segir, að auglýsingarnar hafi byggst á raunverulegum dæmum og raunverulegum kostnaði viðskiptavina, sem hafi lækkað fjarskiptakostnað sinn með því að flytja viðskiptin til Vodafone. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert