Andstæðingar illra afla

Iver B. Neumann.
Iver B. Neumann.

And­stæðing­um aðild­ar Nor­egs að Evr­ópu­sam­band­inu hef­ur tek­ist að festa í huga margra Norðmanna þá ímynd, að þeir séu tals­menn alþýðunn­ar gegn emb­ætt­is­manna­veldi og ill­um, er­lend­um öfl­um. Rök­in sem beitt sé í deil­un­um um aðild hafi  lítið sem ekk­ert breyst frá því að fyrst var kosið um aðild Norðmanna árið 1972.

Þetta seg­ir Iver B. Neu­mann, pró­fess­or og yf­ir­maður norsku Alþjóðamála­stofn­un­ar­inn­ar, NUPI en hann  flutti í há­deg­inu fyr­ir­lest­ur á veg­um Alþjóðamála­stofn­un­ar Há­skóla Íslands og norska sendi­ráðsins. Neu­mann er sjálf­ur ein­dreg­inn stuðnings­maður aðild­ar og starfaði á sín­um tíma í ungliðasam­tök­um aðild­arsinna.

Hann var spurður hvaða ráðum væri hægt að beita til þess að hamla gegn þeim mál­flutn­ingi and­stæðinga aðild­ar að málið sner­ist um þjóðholl­ustu og bar­áttu gegn er­lendri ásælni. ,,Ef ég vissi það væri ég löngu bú­inn að nota þau," svaraði Neu­mann.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert