Biskup segir ekki af sér

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands MorgunblaðiðSkapti Hallgrímsson

Karl Sig­ur­björns­son, bisk­up Íslands, sagðist í Kast­ljósi Sjón­varps­ins í kvöld eng­ar for­send­ur hafa til að rengja frá­sögn Guðrún­ar Ebbu Ólafs­dótt­ur af því að faðir henn­ar, Ólaf­ur Skúla­son, hafi beitt hana kyn­ferðis­legu of­beldi.  Karl sagðist ekki telja ástæðu til að hann segði af sér embætti vegna aðkomu sinn­ar að máli tveggja kvenna sem árið 1996 sökuðu Ólaf um kyn­ferðis­brot.

Karl neitaði því al­farið að hann hefði hvatt kon­urn­ar til að draga til baka ásak­an­irn­ar á hend­ur Ólafi. Hann lagði áherslu á að hann, sem prest­ur á þeim tíma, hafi komið að mál­inu að beiðni kvenn­anna tveggja sem vildu ná fram sátt­um við kirkj­una. Önnur þeirra, Sigrún Pálína Ingvars­dótt­ir, hafi viljað af­sök­un­ar­beiðni frá bisk­up en hin hafi viljað draga ásök­un sína til baka.

Aðspurður hvers vegna hann teldi að hún hefði viljað falla frá ásök­un­um nefndi bisk­up þrýst­ing sam­fé­lags­ins. „Það var mik­ill þrýst­ing­ur frá sam­fé­lag­inu held ég, mik­ill æs­ing­ur og ég upp­lifði það þannig að það væri af þeim toga, álagið væri of mikið og ásak­an­ir á alla kanta."

Karl sagðist ekki hafa „leyfi til að vé­fengja" frá­sögn kvenn­anna af kyn­ferðis­brot­um Ólafs og sagðist held­ur ekki hafa for­send­ur til að ef­ast um frá­sögn Guðrún­ar Ebbu Ólafs­dótt­ur, á fundi með kirkjuráði í liðinni viku þar sem hún lýsti kyn­ferðis­brot­um föður síns gegn sér sem barni og ung­lingi.

Bisk­up sagði jafn­framt að til­laga sr. Sig­ríðar Guðmars­dótt­ur um að skipuð yrði n.k. sann­leiksnefnd til að rann­saka m.a. kyn­ferðis­brota­mál­in á hend­ur Ólafi Skúla­syni, og einnig hvort kirkj­an hafi gerst sek um að þagga þau niður, sagði Karl að hug­mynd­in væri fullr­ar at­hygli verð og að hún og aðrar leiðir til að vinna úr mál­inu yrðu skoðaðar. Sagðist Karl m.a. hafa rætt þetta á fundi með dóms­málaráðherra í dag.

Aðspurður um þagn­ar­skyldu presta ít­rekaði bisk­up fyrri yf­ir­lýs­ingu sína um að lög­bund­in til­kynn­inga­skylda til barna­vernd­ar­yf­ir­valda væri rík­ari en trúnaðarskyld­an.  Hann sagðist eiga eft­ir að ræða við sr. Geir Waage vegna yf­ir­lýs­inga hans um al­gjöra þagn­ar­skyldu. „Ég stend al­veg fast­ur á því að emb­ætt­ismaður kirkj­unn­ar, hann hef­ur unnið eið að því að lúta lög­um ís­lenska rík­is­ins, hann er skyld­ur að gera það."

Aðspurður hvort hann teldi sig njóta trausts þess stóra hluta ís­lensku þjóðar­inn­ar sem er skráður í þjóðkirkj­una játti bisk­up því. „Ég tel mig gera það já, ég tel mig ekki hafa gert það af mér að ég skuldi það að ég segi af mér, en ég verð að lúta því ef menn meta það þannig, þeir sem um þau mál fjalla. En ég mun ekki á þessu stigi gera það."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert