Færri karlar taka fæðingarorlof eftir hrun

Nýfæddir Íslendingar á vöggustofu kvennadeildar Landspítalans.
Nýfæddir Íslendingar á vöggustofu kvennadeildar Landspítalans. mbl.is/Kristinn

Sterkar vísbendingar eru um að karlar hafi dregið úr töku fæðingarorlofs eftir bankahrun og má leiða líkur að því að skertar hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hafi haft áhrif þar á.

Þá hefur dregið úr því að feður taki hluta af þriggja mánaða sameiginlegum rétti foreldra til fæðingarorlofs, en slíkt hafði aukist í aðdraganda hrunsins. Konum sem nýta sér fæðingarorlofsrétt hefur hins vegar fjölgað í takt við fjölgun barnsfæðinga árin 2008 og 2009, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Árið 2008 nýttu 10.362 feður rétt til fæðingarorlofs og í fyrra voru þeir 10.640 talsins. Í ár stefnir hins vegar í að einungis 9.795 karlar taki fæðingarorlof. Á sama tíma fjölgaði konum í fæðingarorlofi úr 18.365 árið 2008 í 19.467 í fyrra og í ár er útlit fyrir að fjöldinn verði 19.425.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert