Heilsugæslan til sveitarfélaganna

Nefndin vill að heilsugæslan verði færð til sveitarfélaganna
Nefndin vill að heilsugæslan verði færð til sveitarfélaganna mbl.is/Brynjar Gauti

Nefnd, sem fjall­ar um efl­ingu heilsu­gæsl­unn­ar,  legg­ur til í nýrri skýrslu, að haf­inn verði und­ir­bún­ing­ur að flutn­ingi verk­efna heilsu­gæslu til sveit­ar­fé­lag­anna inn­an næstu fimm ára.

Áhugi á flutn­ingi heilsu­gæslu og jafn­vel annarra þátta heil­brigðisþjón­ustu frá ríki til sveit­ar­fé­laga hef­ur vaxið í kjöl­far sam­ein­ing­ar sveit­ar­fé­laga og vilja til þess að treysta sveit­ar­stjórn­arstigið, segja skýrslu­höf­und­ar.

„Góð reynsla af þjón­ustu­samn­ing­um rík­is­ins við Ak­ur­eyr­ar­bæ og Horna­fjörð hef­ur sýnt að heppi­legt er að flétta sam­an skipu­lag heilsu­gæslu og fé­lags­legra þjón­ustu. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga er því fylgj­andi að heilsu­gæsla fylgi með flutn­ingi mál­efna fatlaðra og aldraðra til sveit­ar­fé­laga. Ganga verður úr skugga um hvort for­send­ur séu fyr­ir því að hrinda þess­um flutn­ingi í fram­kvæmd inn­an næstu fimm ára," seg­ir í nýrri skýrslu um efl­ingu heilsu­gæsl­unn­ar.

 Heilsu­vernd­ar­starf verði eflt á landsvísu. Heil­brigðisþjón­ust­an hef­ur lagt vax­andi áherslu á for­varn­ir, heilsu­vernd og fræðslu í því skyni að fyr­ir­byggja sjúk­dóma og stuðla að heil­brigðum lífs­hátt­um. Til þess að heilsu­gæsl­an geti sinnt hlut­verki sínu verður hún að taka þátt í margþættri sam­vinnu og þverfag­legu sam­starfi við fjölda aðila utan lands sem inn­an.

Ný­lega hef­ur verið komið á fót Þró­un­ar­stofu heilsu­gæslu á höfuðborg­ar­svæðinu. Mik­il­vægt er að þessi starf­semi nýt­ist allri heilsu­gæsluþjón­ustu í land­inu. Annað hvort að hún verði í nánu sam­starfi við fjöl­marg­ar stofn­an­ir og aðila í þjóðfé­lag­inu eða að Þró­un­ar­stofa heilsu­gæslu verði hluti af sam­einaðri stofn­un land­læknisembætt­is og Lýðheilsu­stöðvar.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert