Jóhanna meðal 10 helstu kvenleiðtoga heims

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Banda­ríska frétta­tíma­ritið Time fjall­ar um 10 kven­leiðtoga í nýj­asta tölu­blaði sínu. Þeirra á meðal er Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands og Tar­ja Halon­en, for­seti Finn­lands.

Time seg­ir m.a. um Jó­hönnu, að eft­ir að ís­lenska fjár­mála­kerfið hrundi haustið 2008 hafi alda óánægju borið hana í for­sæt­is­ráðherra­embættið. Það hafi ekki komið al­veg á óvart því Jó­hanna hafi átta sinn­um verið kjör­in á þing frá því hún tók fyrst sæti á Alþingi 1978 og hún hafði því lengst­an starfs­ald­ur þing­manna auk þess sem hún var í hópi þeirra vin­sæl­ustu.

Þá seg­ir blaðið, að Jó­hanna sé einnig fyrsti þjóðarleiðtog­inn sem er op­in­ber­lega sam­kyn­hneigður. 

Kven­leiðtog­arn­ir tíu, sem Time fjall­ar um, eru:

Ju­lia Gill­ard, for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra 
Crist­ina Fer­nández de Kirchner, for­seti Arg­entínu 
Dalia Gry­bauskaite, for­seti Lit­há­ens
Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýsja­lands  
Hasina Waj­ed, for­sæt­is­ráðherra Pak­ist­ans
Ell­en John­son Sir­leaf, for­seti Líb­eríu 
Tar­ja Halon­en, for­seti Finn­lands 
Kamla Per­sad-Bissess­ar, for­sæt­is­ráðherra Trini­dad og Tobago 
Laura Chinchilla, for­seti Kosta Ríka 
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka