Jóhanna meðal 10 helstu kvenleiðtoga heims

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Bandaríska fréttatímaritið Time fjallar um 10 kvenleiðtoga í nýjasta tölublaði sínu. Þeirra á meðal er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Tarja Halonen, forseti Finnlands.

Time segir m.a. um Jóhönnu, að eftir að íslenska fjármálakerfið hrundi haustið 2008 hafi alda óánægju borið hana í forsætisráðherraembættið. Það hafi ekki komið alveg á óvart því Jóhanna hafi átta sinnum verið kjörin á þing frá því hún tók fyrst sæti á Alþingi 1978 og hún hafði því lengstan starfsaldur þingmanna auk þess sem hún var í hópi þeirra vinsælustu.

Þá segir blaðið, að Jóhanna sé einnig fyrsti þjóðarleiðtoginn sem er opinberlega samkynhneigður. 

Kvenleiðtogarnir tíu, sem Time fjallar um, eru:

Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra 
Cristina Fernández de Kirchner, forseti Argentínu 
Dalia Grybauskaite, forseti Litháens
Angela Merkel, kanslari Þýsjalands  
Hasina Wajed, forsætisráðherra Pakistans
Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu 
Tarja Halonen, forseti Finnlands 
Kamla Persad-Bissessar, forsætisráðherra Trinidad og Tobago 
Laura Chinchilla, forseti Kosta Ríka 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert