Launavísitala í júlí hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði og hefur hækkað um 6% síðustu 12 mánuði. Vísitala kaupmáttar launa í júlí hækkaði um 1% frá fyrri mánuð og hefur hækkað um 1,1% síðustu 12 mánuði.
Vísitala kaupmáttar launa, sem Hagstofan reiknar út, hefur nú hækkað tvo mánuði í röð á ársgrundvelli en 0,3% hækkun vísitölunnar í júlí sl. var sú fyrsta frá því í janúar 2008. Fram að þeim tíma hafði kaupmáttur hækkað umtalsvert um langt skeið.
Vísitala kaupmáttar er samspil vísitölu launa og vísitölu
neysluverðs. Frá janúar 2008 hefur vísitalan fjórum sinnum hækkað milli mánaða, í júlí og nóvember á síðasta ári, og síðan nú í
júlí og ágúst.