Krefjast eigendafundar í OR

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.

Bæjarráð Akraness og byggðarráð Borgarbyggðar samþykktu í síðustu viku að óska eftir eigendafundi í Orkuveitu Reykjavíkur. Fram kemur á vef Skessuhorns, að þessi ósk komi fram í kjölfar yfirlýsinga stjórnarformanns OR um breytta stefnu í rekstri fyrirtækisins vegna atbeina borgarstjóra, brottvikningu forstjóra og ýmissa annarra stjórnarhátta án samráðs við eigendur Orkuveitunnar.

„Það er ekki síst mikilvægt á þessum viðsjárverðu tímum að haft sé samráð við alla aðila og sátt ríki um hlutina,“ segir Guðmundur Páll Jónsson við Skessuhorn. Guðmundur  á í eigendanefnd OR ásamt Birni Bjarka Þorsteinssyni frá Borgarbyggð og fulltrúum Reykjavíkurborgar, m.a. Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Degi B. Eggertssyni og Jóni Gnarr borgarstjóra.  

Akraneskaupstaður á rúmlega 5,6% í Orkuveitu Reykjavíkur en sameignarsamningur gerir ráð fyrir að eignaraðili yfir 5% geti krafist eigendafundar. Borgarbyggð á 0,93% í Orkuveitunni.

Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert