Miklu landað í Neskaupstaðarhöfn um helgina

Kristína EA, stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans, við bryggju í Neskaupstað.
Kristína EA, stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans, við bryggju í Neskaupstað. mbl.is/Kristín

Óhætt er að segja að mikið hafi verið um að vera í höfninni á Neskaupstað um helgina. Stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans, frystitogarinn Kristína EA, landaði þar um tvö þúsund tonnum af makríl.

Kristína er 105 metra löng og 20 metrar á breidd og er í eigu Samherja á Akureyri. Vilhelm Þorsteinsson EA, sem einnig er frystitogari í eigu Samherja, lá við bryggju á sama tíma. Hákon EA landaði frosinni síld auk þess sem Beitir NK landaði til vinnslu í höfninni um helgina.

Til viðbótar við þessi skip var hlaðið á flutningaskip sem er síðan á leið til Afríku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert