Ólga í grasrót vinstri-grænna vegna aðlögunar

Atli Gíslason, VG, í ræðustóli Alþingis.
Atli Gíslason, VG, í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil ólga er í grasrót Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs vegna þess að sífellt verði ljósara að Ísland sé ekki í einföldum aðildarviðræðum við Evrópusambandið heldur í aðlögunarferli sem miði að því að laga landið að regluverki og stofnanakerfi sambandsins.

„Það er mín skoðun að það séu brostnar forsendur fyrir þessu máli. Að þetta séu aðlögunarviðræður,“ segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hann segir liggja fyrir að Evrópusambandið ætli að koma með nokkra milljarða í það verkefni að gera miklar breytingar á þjóðfélaginu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert