Rannsaka hvort málverk sé falsað

Louisa Matthíasdóttir.
Louisa Matthíasdóttir. mbl.is/Kristinn

Verið er að rannsaka hvort málverk merkt Louisu Matthíasdóttir, listmálara, sem var keypt í Gallerí Borg, sé falsað, að því er kom fram í fréttum Útvarpsins.  

Þá hefur höfundarréttarhafi leitað til lögreglu vegna málverks sem birtist í auglýsingu frá galleríinu.

Að sögn Útvarpsins sá dóttir Louisu, sem er höfundarréttarhafi verka móður sinnar, umrætt verk í gallerí í New York í upphafi ársins þar sem það var til sölu. Hún hafði  samband við Ólaf Inga Jónsson forvörð, sem hafði samband við fyrri eiganda verksins. Sá sendi Ólafi yfirlýsingu um að hann hefði keypt myndina fyrir milligöngu Gallerís Borgar af Louisu á vinnustofu hennar í Reykjavík árið 1987.

Ólafur sagði í fréttum Útvarpsins að afar hæpið væri að sú yfirlýsing sé rétt. 

Þá hefur höfundarréttarhafi kvartað til lögreglu vegna málverks, sem birtist í auglýsingu hjá Gallerí Borg, sem hann fullyrðir að sé falsað. Það mál er í rannsókn hjá lögreglu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert