Fréttaskýring: Tilviljun eða merki loftslagsbreytinga?

Reuters

Flóðin sem komið hafa í kjölfar úrhellisrigninga í Pakistan eru þau verstu sem gengið hafa yfir landið í 80 ár og hafa haft áhrif á líf 20 milljóna manna. Úrhellisrigningar hafa einnig orðið í Danmörku og Kína, þar sem þær hafa valdið manntjóni. Mesta hitabylgja sem orðið hefur öldum saman gerði Rússum síðan lífið leitt nú í sumar og loks brotnaði ísjaki á stærð við Möltu úr Grænlandsjökli fyrir skemmstu. Í ofanálag var í júlí slegið hitamet yfir meðalhita landsvæða á norðurhveli jarðar og þá voru maí og júní einnig óvenjuheitir samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Í Reykjavík var hitamet jafnað í júlí og júnímánuður var sá hlýjasti sem mælst hefur í borginni. Loks heldur hafísbreiðan áfram að dragast saman eitt árið enn.

Það er e.t.v. ekki að ósekju sem spurningar um merki gróðurhúsaáhrifanna skjóta upp kollinum. Nýlega lét Konrad Steffen, jöklafræðingur við háskólann í Colorado, hafa eftir sér að þetta væri „viðvörun um breytingarnar sem við erum að upplifa“ er borgarísjakinn brotnaði úr Grænlandsjökli. Ísjakinn er 250 km² og sá stærsti sem brotnað hefur úr jöklinum í hálfa öld, en Steffen hefur yfirumsjón með Grænlandshluta skýrslu Sameinuðu þjóðanna um gróðurhúsaáhrifin.

Stórir atburðir inn á milli

Minni athygli veki að stórt stykki hafi brotnað úr Grænlandsjökli. „Það brotna alltaf af og til svona stykki þótt vissulega sé þetta líka óvenjulegur atburður.“ Sama gildi um aftakarigninguna sem varð í Danmörku fyrir skemmstu. „Á svæði á stærð við Evrópu má búast við aftakaúrkomu einhvers staðar. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort hún sé tíðari nú en áður.“ Halldór kveðst ekki vita til þess að það hafi verið skoðað, en á von á að það samansafn óvenjulegs veðurs sem orðið hafi vart undanfarna mánuði leiði til þess að málið verði skoðað betur.

Tekur nokkur ár að vinna úr

Nokkur ár tekur að vinna úr þeim upplýsingum sem vísindamenn nú hafa við höndina, auk þess sem fylgst verður með veðurfari næstu árin.

Veðurfarsviðburðirnir nú séu hins vegar sambærilegir við þær breytingar sem menn hafa talað um að fylgt gætu loftslagsbreytingum. „Það er til dæmis talið að aftakaveður verði algengara.“

Hafísbreiðan dregst saman

Veðurstofan fylgist líka náið með útbreiðslu hafísbreiðunnar og segir Halldór hana dragast mikið saman þessa mánuðina. „Það verður líklega ekkert met slegið í ár, en samt sem áður þá er þetta enn eitt árið þar sem mikill samdráttur er í hafísbreiðunni.“ Hafísbreiðan hafi t.d. aldrei verið minni í júní en á þessu ári, en svo hafi hægt á samdrætti hennar í júlí. „Miðað við árstíma þá er hún í minna lagi, en það liggur hins vegar ekki fyrir fyrr en um miðjan september eða þar um bil hversu mikið hún dregst saman áður en hún byrjar að þenjast út á ný.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert