Vilja þjóðaratkvæði um Magma

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. Myndina tók Vera Pálsdóttir.

Hóp­ur und­ir for­ystu Bjark­ar Guðmunds­dótt­ur þrýst­ir á að hald­in verði þjóðar­at­kvæðagreiðsla um söl­una á HS Orku til Magma Energy. Sam­kvæmt um­fjöll­un Bloom­berg um málið hafa 17 þúsund manns skrifað und­ir lista þar sem þess er kraf­ist að sal­an á HS Orku verði end­ur­skoðuð.

Bloom­berg vís­ar til þess að í skoðana­könn­un Capacent Gallup frá því í júlí sýni að 85% þeirra sem tóku þátt vilji að þjóðin fái yf­ir­ráð yfir auðlind­um sín­um á ný.

Í viðtali sem Bloom­berg tók við Björk í gegn­um tölvu­póst kem­ur fram að henni finn­ist eðli­legt að þjóðin fái að ráða í þessu máli. Að þjóðin ráði því hvort einka­væða eigi aðgang að auðlind­um þjóðar­inn­ar eða ekki.

Gunn­ar Helgi Krist­ins­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir í viðtali við Bloom­berg að þjóðar­at­kvæðagreiðsla sé ekki góður kost­ir í máli sem þessu þar sem um einn samn­ing sé að ræða.  Ef stjórn­völd vilja ganga til þjóðar­at­kvæðagreiðslu þá eigi það að vera um al­menna spurn­ingu um hvort orku­fyr­ir­tæki eigi að vera í eigu hins op­in­bera eða einka­vædd.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert