Hópur undir forystu Bjarkar Guðmundsdóttur þrýstir á að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um söluna á HS Orku til Magma Energy. Samkvæmt umfjöllun Bloomberg um málið hafa 17 þúsund manns skrifað undir lista þar sem þess er krafist að salan á HS Orku verði endurskoðuð.
Bloomberg vísar til þess að í skoðanakönnun Capacent Gallup frá því í júlí sýni að 85% þeirra sem tóku þátt vilji að þjóðin fái yfirráð yfir auðlindum sínum á ný.
Í viðtali sem Bloomberg tók við Björk í gegnum tölvupóst kemur fram að henni finnist eðlilegt að þjóðin fái að ráða í þessu máli. Að þjóðin ráði því hvort einkavæða eigi aðgang að auðlindum þjóðarinnar eða ekki.
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir í viðtali við Bloomberg að þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki góður kostir í máli sem þessu þar sem um einn samning sé að ræða. Ef stjórnvöld vilja ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu þá eigi það að vera um almenna spurningu um hvort orkufyrirtæki eigi að vera í eigu hins opinbera eða einkavædd.