80 þúsund tóku strætó

Strætó var þéttsetinn á Menningarnótt
Strætó var þéttsetinn á Menningarnótt mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Um 80.000 farþegar tóku strætó á Menn­ing­arnótt, sem er með því mesta sem al­menn­ings­sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu hafa flutt á ein­um degi frá upp­hafi. Sér­stakt átak var gert að þessu sinni til að hvetja al­menn­ing til að taka strætó og var m.a. boðið frítt í strætó all­an dag­inn og ferðum fjölgað.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að akst­ur strætó um dag­inn og kvöldið gekk heilt yfir mjög vel og vilja stjórn­end­ur og starfs­fólk Strætó bs. nota tæki­færið og þakka al­menn­ingi fyr­ir sam­ver­una og sam­fylgd­ina á meðan á Menn­ing­arnótt stóð.

„Eft­ir því var tekið hjá bíl­stjór­um og starfs­fólki hve já­kvæðir farþegar voru og dug­leg­ir við að nýta sér þjón­ust­una all­an dag­inn. Greiðlega gekk að anna eft­ir­spurn á mesta álagspunkt­in­um eft­ir flug­elda­sýn­ing­una en eins og gef­ur að skilja er álagið mikið á strætó­kerfið og um­ferðina þegar tugþúsund­ir manna stefna úr miðborg­inni á sama tíma.
 
Um leið vilja stjórn­end­ur Strætó bs. koma á fram­færi þakk­læti við starfs­fólk sitt og verk­taka Strætó bs., sem svaraði kall­inu á anna­sam­asta degi árs­ins og stóð sig með prýði. All­ir til­tæk­ir stræt­is­vagn­ar voru í notk­un sam­tím­is þegar mest var og all­ir starfs­menn sem komust til vinnu þenn­an dag voru kvadd­ir til svo hægt væri að anna eft­ir­spurn­inni," seg­ir í til­kynn­ingu.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert