Financial Times fjallar um makríldeiluna

Makrílvinnsla í Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum.
Makrílvinnsla í Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurgeir

Fin­ancial Times fjall­ar í kvöld um mak­ríl­veiðar Íslend­inga og seg­ir að staðfest­an til að halda hinum um­deildu veiðum áfram geti skaðað um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Sagt er frá því að gagn­rýn­end­ur saki Íslend­inga um að efna til nýrra þorska­stríða. Reiði á meðal sjó­manna í Bretlandi og Írlandi fari vax­andi í garð Íslend­inga. 

Jafn­framt vitn­ar Fin­ancial Times í Lands­sam­band ís­lenskra út­gerðarmanna um að þegar sé búið að veiða 60% af kvót­an­um og haldið verði áfram. Sig­urður Sverris­son, upp­lýs­inga- og kynn­inga­full­trúi LÍÚ, neit­ar því í sam­tali við Fin­ancial Times að veiðarn­ar séu óá­byrg­ar, þvert á móti hefðu Íslend­ing­ar getað veitt marg­falt meira en kvót­inn seg­ir til um vegna þess hve mikið sé af mak­ríl inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu.

„Þú gæt­ir farið með veiðistöng­ina þína niður á höfn í Reykja­vík og náð tugi fiska á inn­an við 30 mín­út­um," hef­ir FT eft­ir Sig­urði. „Sjór­inn er full­ur af mak­ríl." Þá seg­ist Sig­urður í viðtal­inu vera vongóður um að sam­komu­lag ná­ist við Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg fyr­ir næsta ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert