Hvarflað að forsætisráðherra að segja sig úr þjóðkirkju

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í dag að hún hafi stundum velt fyrir sér að segja sig úr þjóðkirkjunni, þó vildi hún ekki taka það fram hvort slíkar vangaveltur hafi komið til vegna undangenginna atburða.

Kirkjan hefur verið í sviðsljósinu undanfarna daga eftir að dóttir Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, lýsti fyrir biskupi og kirkjuráði  kynferðisbrotum sem faðir hennar beitti hana í æsku.

Bæði voru Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sammála um að stefna ætti í þá átt að aðskilja ríki og kirkju. Steingrímur taldi að best væri að reyna gera einhverskonar samkomulag og fara jafnvel svipaðar leiðir og í Svíþjóð.

Samkvæmt Björgu Thorarensen, lagaprófessor í Háskóla Íslands, er hægt að breyta kirkjuskipan ríkisins með almennum lögum án þess að þurfa að breyta stjórnarskrá en síðan er skylt að bera það undir þjóðaratkvæði

Jóhanna taldi mikinn vandræðagang vera á kirkjunni og að kirkjan væri ekki yfir landslög hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert