Bifreið var ekið inn í aðalstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand um tvöleytið í nótt.
Að sögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var „einhver ölvun í gangi“ en ökumaðurinn gistir nú fangageymslur og bíður skýrslutöku.
Ekki er vitað hvað honum gekk til er hann ók bifreið sinni í gegnum tvær glerhurðir og einn hlaðinn vegg áður en hann stöðvaðist á lausum vegg í móttökunni, en lögregla telur að um algert viljaverk að ræða.
Hann var einn í bílnum og sakaði ekki en tjónið í Íslandsbanka er verulegt.