Ók inn í Íslandsbanka

Eins og sjá má olli ökumaðurinn verulegu tjóni í bankanum
Eins og sjá má olli ökumaðurinn verulegu tjóni í bankanum mbl.is/Júlíus

Bif­reið var ekið inn í aðal­stöðvar Íslands­banka við Kirkju­sand um tvöleytið í nótt.

Að sögn Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu var „ein­hver ölv­un í gangi“ en ökumaður­inn gist­ir nú fanga­geymsl­ur og bíður skýrslu­töku.

Ekki er vitað hvað hon­um gekk til er hann ók bif­reið sinni í gegn­um tvær gler­h­urðir og einn hlaðinn vegg áður en hann stöðvaðist á laus­um vegg í mót­tök­unni, en lög­regla tel­ur að um al­gert vilja­verk að ræða.

Hann var einn í bíln­um og sakaði ekki en tjónið í Íslands­banka er veru­legt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert