Óvíst um framlengingu samnings Joly

Cecile Duflot (t.v.), leiðtogi flokks franskra Græningja, og Joly á …
Cecile Duflot (t.v.), leiðtogi flokks franskra Græningja, og Joly á sumarfundi Græningja í Nantes sl. laugardag. reuters

Ekki liggur fyrir hvort samningur við Evu Joly, sem gegnt hefur starfi ráðgjafa embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins, verður framlengdur þegar hann rennur út í lok þessa árs. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.

Joly var þann tíunda mars 2009 ráðin til starfa í kjölfar bankahrunsins en embætti sérstaks saksóknara var sett á fót með lögum í lok árs 2008.

Joly ætlar að bjóða sig fram til forseta Frakklands árið 2012 fyrir hönd flokks Græningja þar í landi. Þetta tilkynnti hún á ársfundi flokksins sem fram fór í Nantes fyrir skömmu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert