Reyklosun meðan á viðgerð stendur

Mikinn reyk lagði frá járnblendiverksmiðjunni í kvöld.
Mikinn reyk lagði frá járnblendiverksmiðjunni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Í tilkynningu sem Elkem Ísland ehf. hefur sent Umhverfisstofnun segir að viðgerð á viftu við reykhreinsivirki ofns 3 í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga muni taka allt að sólarhring.

Á meðan verði að keyra ofninn með opna skorsteina og því verði reyklos á meðan á viðgerðinni stendur.

Í tilkynningunni segir: „Í kvöld varð bilun í legu í annarri aðalviftu við reykhreinsivirki ofns 3 hjá ELKEM Ísland ehf. Talið er að viðgerð taki allt að sólarhring. Meðan á viðgerð  stendur verður að keyra ofninn með opna skorsteina. Því verður reyklos meðan á viðgerð stendur.“ 

Sjónarvottar urðu varir við mikinn reyk sem lagði upp af járnblendiverksmiðjunni í gær og reyndist bilunin vera orsökin. Búast má við að áfram verði mikill reykur yfir verksmiðjunni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert