Reyklosun meðan á viðgerð stendur

Mikinn reyk lagði frá járnblendiverksmiðjunni í kvöld.
Mikinn reyk lagði frá járnblendiverksmiðjunni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Í til­kynn­ingu sem Elkem Ísland ehf. hef­ur sent Um­hverf­is­stofn­un seg­ir að viðgerð á viftu við reyk­hreinsi­virki ofns 3 í járn­blendi­verk­smiðjunni á Grund­ar­tanga muni taka allt að sól­ar­hring.

Á meðan verði að keyra ofn­inn með opna skor­steina og því verði reyk­los á meðan á viðgerðinni stend­ur.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Í kvöld varð bil­un í legu í ann­arri aðal­viftu við reyk­hreinsi­virki ofns 3 hjá ELKEM Ísland ehf. Talið er að viðgerð taki allt að sól­ar­hring. Meðan á viðgerð  stend­ur verður að keyra ofn­inn með opna skor­steina. Því verður reyk­los meðan á viðgerð stend­ur.“ 

Sjón­ar­vott­ar urðu var­ir við mik­inn reyk sem lagði upp af járn­blendi­verk­smiðjunni í gær og reynd­ist bil­un­in vera or­sök­in. Bú­ast má við að áfram verði mik­ill reyk­ur yfir verk­smiðjunni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert