Már Másson forstöðumaður samskiptasviðs Íslandsbanka segir að starfsfólki bankans hafi verið brugðið þegar það mætti til vinnu í morgun. Hann segir viðgerð þegar hafna en engin röskun verður á starfseminni. Það var um klukkan tvö í nótt sem ölvaður ökumaður ók bíl sínum inn í anddyri bankans.
Lögreglan telur að ökumaðurinn hafi ætlað sér að aka inn í bankann.