Taka þarf harðar á brotum á banni við áfengisauglýsingum

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Taka þarf harðar á brotum gegn banni við áfengisauglýsingum á Íslandi. Þetta kom m.a fram í setningarávarpi heilbrigðisráðherra, Álfheiðar Ingadóttur, á norrænni ráðstefnu um áfengis- og fíkniefnarannsóknir, sem sett var í Reykjavík í gær.

Norræna velferðarstofnunin (NVC) og rannsóknarnetið MISCHMASCH standa fyrir ráðstefnunni, en NordForsk styður hana. Ráðstefna sem þessi er haldin á tveggja ára fresti, en þemað í ár er neysluvenjur og lífsstíll, samkvæmt því sem fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Í ávarpi sínu benti Álfheiður meðal annars á að áfengisneysla á hvern íbúa, 15 ára og eldri, hefði næstum tvöfaldast á Íslandi frá 1980 til 2007, en það ár neytti hver landsmaður að meðaltali 7,5 lítra af hreinu áfengi.  Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 hefði það verið eitt af helstu markmiðunum að minnka neysluna í fimm lítra á hvern landsmann. Þótt þetta markmið hefði ekki náð fram að ganga hefði sá árangur náðst að undanfarin ár hefði dregið úr áfengisneyslu ungmenna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert