Verri kostur að hætta núna

Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson Ómar Óskarsson

„Það er ekk­ert nýtt að þing­flokk­ur Vinstri-grænna sé ekki al­veg sam­mála í þessu máli,“ seg­ir Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, um þá skoðun Jóns Bjarna­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að hætta skuli aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið (ESB).

„Það lá fyr­ir þegar þessi rík­is­stjórn var mynduð að það yrði lögð fram til­laga fyr­ir Alþingi um viðræður við Evr­ópu­sam­bandið og við vit­um al­veg hvernig sú at­kvæðagreiðsla fór í þing­flokki VG. Þar voru skipt­ar skoðanir en meiri­hlut­inn vildi að það yrði farið í þess­ar viðræður og niðurstaðan lögð fyr­ir þjóðina.“

Árni bend­ir á að í stjórn­arsátt­mál­an­um sé tekið fram að flokk­arn­ir skuli virða sjón­ar­mið hvors ann­ars og þing­menn hafi rétt til að hafa uppi mál­flutn­ing varðandi ESB, sam­kvæmt sinni sann­fær­ingu.

„Jón er bara að lýsa sín­um skoðunum og sjón­ar­miðum og ég virði það og ætl­ast til þess að mín sjón­ar­mið séu líka virt.“

Árni seg­ir mik­il­vægt að þjóðin taki ákvörðun um inn­göngu í ESB í lýðræðis­legri þjóðar­at­kvæðagreiðslu, en þá verði hún að hafa ein­hvern samn­ing á borðinu til að kjósa um.

„Ég hef enga trú á því að ef menn myndu hætta þessu núna væri málið bara dautt og af­greitt. Umræðan og átök­in myndu að sjálf­sögðu halda áfram, án þess að þjóðin fengi að koma að þeim. Og það finnst mér verri kost­ur, líka fyr­ir þá sem eru and­snún­ir aðild.“

Árni seg­ir flokk­inn skuld­bund­inn til þess að leyfa þjóðinni að ráða, það hafi komið fram á lands­fund­in­um í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert