Á leið á suðurpólinn

Gunnar Egilsson.
Gunnar Egilsson.

Gunn­ar  Eg­ils­son á Sel­fossi er aft­ur á leiðinni á Suður­pól­inn en hann fór þangað árið 2005. Fram kem­ur í blaðinu Dag­skránni, að Gunn­ar fari nú með vini sín­um, Ástvaldi Guðmunds­syni en þeir munu keyra sitt­hvorn bíl­inn, sex hjóla trukka, sem Gunn­ar og hans starfs­menn hjá Icecool hafa smíðað.

Lagt verður upp í ferðina 28. októ­ber og komið heim til Íslands 20. des­em­ber. Um er að ræða 11 manna bresk­an leiðang­ur sem ætl­ar að gera til­raun­ir með líf­rænt eldsneyti á póln­um. Hóp­ur­inn mun dvelja í 40 daga á ís og ferðast um 3.600 kíló­metra.

Dag­skrá­in á Sel­fossi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert