Afsökunarbeiðni kirkjuráðsmanns

Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum
Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum

Séra Halldór Gunnarsson, prestur og kirkjuráðsmaður, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann biður þjóðina og konurnar, sem borið hafa sakir á Ólaf Skúlason, afsökunar „gagnvart því, hvernig það gat gerst að Ólafur Skúlason var kjörinn biskup.“

Greinin ber yfirskriftina „Afsökunarbeiðni“ og rekur Halldór í henni stuttlega hvernig málin sem upp komu gegn Ólafi fyrir 15 árum hafi leitt til þess að sérstakt ákvæði um úrskurðar- og áfrýjunarnefnd var sett í þjóðkirkjulögin sem tóku gildi 1998.

Ákvæðið varðar siðferðis- eða agabrot starfsmanna kirkjunnar og segir Halldór að samsvarandi ákvæði sé ekki að finna hjá neinni kirkjudeild í heiminum.

Þá hafi í framhaldi verið settar starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar og fagráð stofnað til stuðnings þeim sem brotið væri gegn, en að slíkt fagráð þekkist ekki innan annarra kirkjudeilda.

Segist Halldór trúa frásögn Guðrúnar Ebbu, dóttur Ólafs, og hún kalli á afsökunarbeiðni.

Þá biður Halldór að kirkjunni verði gefið tækifæri til að vinna til trausts á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert