Bæjarfulltrúar fá siðfræðifræðslu

Fulltrúar L-listans á siðfræðinámskeiðinu í dag.
Fulltrúar L-listans á siðfræðinámskeiðinu í dag. mbl.is/Skapti

Bæjarfulltrúar L-listans á Akureyri og nefndaformenn á vegum flokksins settust á skólabekk í dag og fengu fræðslu um siðfræði hjá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, siðfræðingi og Grétari Þór Eyþórssyni, stjórnmálafræðingi en þeir eru báðir prófessorar við Háskólann á Akureyri.

Listinn fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri. Fyrr í dag sagði Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-lista, að völdum fylgi ábyrgð og því hafi bæjarfulltrúarnir ákveðið að fá fagfólk til að fara yfir siðfræði með þeim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert