Boða rannsóknarnefnd vegna ásakana á hendur Ólafi

Frá fundi kirkjuþings á síðasta ári.
Frá fundi kirkjuþings á síðasta ári. Ómar Óskarsson

Kirkjuráð ákvað á fundi sínum í dag að beina því til forsætisnefndar kirkjuþings að undirbúa fyrir kirkjuþing í haust tillögur að rannsóknarnefnd til þess að rannsaka alla starfshætti og viðbrögð kirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni, biskupi, um kynferðisbrot.
 
Rannsóknarnefndin verði skipuð faglærðu fólki, óháðu stofnunum og embættum þjóðkirkjunnar. Lögð verði áhersla á að rannsóknarnefndin hraði störfum svo sem kostur er og skili kirkjuþingi niðurstöðum sínum sem jafnframt verði kynntar opinberlega, samkvæmt tilkynningu frá biskupsstofu.
 
Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar og er að meiri hluta skipað leikmönnum undir forsæti Péturs Kr. Hafstein, fyrrverandi hæstaréttardómara. Forsætisnefnd skipa auk hans Margrét Björnsdóttir, bæjarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson, lögmaður.


Kirkjuþing hefst 12. nóvember og stendur í viku. 

Ólafur Skúlason
Ólafur Skúlason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka