ESB gagnrýnir makrílveiðarnar

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins ít­rekaði í dag gagn­rýni sína á mak­ríl­veiðar Íslend­inga og Fær­ey­inga og sagði að ein­hliða kvóti, sem þess­ar þjóðir hefðu gefið út, stofnaði mak­ríl­stofn­in­um í hættu. 

Oli­ver Drewes, talsmaður fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, sagði á fundi með blaðamönn­um í Brus­sel í dag, að málið yrði rætt við Íslend­inga og Fær­ey­inga á tæknifundi í sept­em­ber. 

„Þeir veiða meira, en rétt­læt­an­legt er á grund­velli vís­inda­legra gagna," hef­ur AFP frétta­stof­an eft­ir Drewes. Hann ít­rekaði að sam­kvæmt þessu væru veiðarn­ar úr mak­ríl­stofn­in­um ekki sjálf­bær­ar.

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, heim­ilaði í vor veiðar á allt að 130 þúsund tonn­um af mak­ríl. Þá hafa Fær­ey­ing­ar ákveðið 85 þúsund tonna kvóta fyr­ir sín skip, sem er þris­var sinn­um meira en kvóti sem þeir höfðu áður samið um við Evr­ópu­sam­bandið. 

Skosk­ir og norsk­ir sjó­menn hafa gagn­rýnt þetta harðlega og Stru­an Steven­son, skosk­ur Evr­ópuþingmaður, hef­ur hvatt til þess að Evr­ópu­sam­bandið seti hafn­bann á ís­lensk og fær­eysk skip vegna „mak­ríl­stríðsins." 

Haft var eft­ir Steven­son í bresk­um fjöl­miðlum um helg­ina að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar höguðu sér eins og vík­ing­arn­ir forðum en í þetta skiptið væru þeir að ræna mak­ríln­um frá Skot­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert