Mestmegnis sama verð

mbl.is/Eyþór

Vöru­listi IKEA er kom­inn út og mun ber­ast heim­il­um lands­ins á næstu dög­um. Þór­ar­inn Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri IKEA, seg­ir að verðin í vöru­list­an­um standi að mestu í stað frá því í fyrra.

„Sumt hækk­ar og annað lækk­ar, þetta velt­ur allt á inn­kaupa­verðunum til okk­ar og svo áætl­un sem við ger­um fyr­ir árið um hversu marg­ir hlut­ir selj­ist,“ seg­ir Þór­ar­inn og nefn­ir sem dæmi að leður­sóf­ar, sem ein­ung­is selj­ist í 5-10 ein­tök­um yfir árið, muni hækka um 20-30 þúsund krón­ur en verð á hlut­um eins og bóka­hill­um, sem selj­ist í 200 ein­tök­um á viku, standi í stað.

Smá­var­an sé held­ur að lækka, enda selj­ist mest af henni.

IKEA gef­ur út vöru­lista í ág­úst á hverju ári og gef­ur viðskipta­vin­um lof­orð um að verðin muni ekki hækka á milli vöru­lista.

Versl­un­in á Íslandi hef­ur getað staðið við það lof­orð í ár en eins og kunn­ugt er þurfti IKEA að hækka öll verð um 20% í nóv­em­ber árið 2008 vegna efna­hags­hruns­ins.

Það var eins­dæmi í 60 ára sögu IKEA. Verðin hækkuðu svo aft­ur þegar vöru­list­inn 2009 var gef­inn út en í ár, að sögn Þór­ar­ins, stend­ur verðlagið heilt yfir í stað.

Hins veg­ar þurfi versl­un­in að skila inn verðum fyr­ir vöru­list­ann fjór­um mánuðum áður en hann kem­ur út, því um er að ræða eitt stærsta prent­verk í heimi, og því hafi verðin verið ákveðin í apríl, áður en krón­an tók að styrkj­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert