Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og sr. Geir Waage áttu fund í morgun vegna ummæla sr. Geirs um tilkynningaskyldu samkvæmt barnaverndarlögum. Á fundinum kom fram að sr. Geir muni hér eftir sem hingað til hlýða þeirri tilkynningaskyldu og samsvarandi ákvæðum í siðareglum þjóðkirkjunnar.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá biskupsstofu vegna fundar þeirra Geirs og Karls í morgun.
Á fundinum áréttaði biskup Íslands, að allir prestar og starfsmenn þjóðkirkjunnar séu skuldbundnir þeim reglum. Enginn vafi eigi að ríkja í þeim efnum.