Stjórn Prestafélags Íslands hefur boðað til almenns félagsfundar um þau málefni sem eru efst á baugi á vettvangi kirkjunnar þessa dagana. Fundurinn verður haldinn næstkomandi mánudag.
Stuðningur virðist vera við þá tillögu séra Sigríðar Guðmarsdóttur að yfirstjórn þjóðkirkjunnar óski eftir því við stjórnvöld að skipuð verði óháð sannleiksnefnd til að rannsaka ásakanir um þöggun kirkjunnar vegna meints kynferðisbrots fyrrverandi biskups, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.