Skattar hækka um tíu milljarða

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn

„Við höfum lokið úrvinnslu á aðhaldsaðgerðum og í raun lokað þeim römmum sem lúta að sértækum ráðstöfunum á útgjaldahlið og tekjuhlið og þannig getum við farið að raða inn í rammana hvernig útkoman verður fyrir einstök ráðuneyti og ríkið í heild.

Þetta er sem sagt að lokast núna á þessum dögum. Nokkurn veginn á áætlun,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi í stjórnarráðinu í gær.

Steingrímur sagði að stærðargráða aðhaldsaðgerða að þessu sinni í fjárlögum næsta árs yrði „40 milljarðar plús“. Af því yrði u.þ.b. fjórðungur í skattahækkanir og það sem eftir stæði í annars vegar beinan niðurskurð og hins vegar „aðgerðir til að koma í veg fyrir útgjöld sem ella hefðu orðið“.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert