Ásta dregur umsókn til baka

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Ásta H. Braga­dótt­ir hef­ur dregið til baka um­sókn sína um starf fram­kvæmda­stjóra Íbúðalána­sjóðs. Hún gerði það í kjöl­far bók­un­ar stjórn­ar sjóðsins í dag. Þar seg­ir m.a. að fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra leggi til að skipuð verði val­nefnd til að leggja mat á um­sækj­end­ur um stöðuna.

Ásta hef­ur verið starf­andi fram­kvæmda­stjóri Íbúðalána­sjóðs frá því að Guðmund­ur Bjarna­son lét af störf­um og hef­ur einnig verið aðstoðarfram­kvæmda­stjóri sjóðsins. Hún staðfesti í sam­tali við mbl.is í kvöld  að hún hafi ákveðið að draga um­sókn sína til baka.

Ásta vildi ekki tjá sig um­fram það sem fram kem­ur í bréfi sem hún sendi sam­starfs­fólki í tölvu­pósti nú síðdeg­is. Þar seg­ir:

„Á fundi stjórn­ar í dag var gerð eft­ir­far­andi bók­un :
 
Stjórn­inni hef­ur borist er­indi frá Fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, dag­sett 26.ág­úst 2010.  Þar set­ur hann fram þá hug­mynd að skipuð verði val­nefnd þriggja til fjög­urra ein­stak­linga sem leggi mat á um­sækj­end­ur um stöðu fram­kvæmda­stjóra Íbúðalána­sjóðs, þar sem ekki hef­ur tek­ist full samstaða í stjórn sjóðsins um ráðning­una.
Að lokn­um umræðum lagði formaður fram þá til­lögu að val­nefnd yrði skipuð sem gerði til­lögu til stjórn­ar um ráðningu fram­kvæmda­stjóra úr hópi um­sækj­enda.
Stjórn­in samþykkti til­lög­una og einnig að eft­ir­tald­ir aðilar yrðu til­nefnd­ir í val­nefnd­ina :
 
Jón Sig­urðsson, lektor við HR
Dr. Tinna Lauf­ey Ásgeirs­dótt­ir, lektor við hag­fræðideild HÍ
Magnús Pét­urs­son, rík­is­sátta­semj­ari
 
Elín R. Lín­dal ósk­ar eft­ir að bókað verði að hún sitji hjá við af­greiðslu til­lög­unn­ar.

 
Í kjöl­far of­an­greindr­ar bók­un­ar hef ég ákveðið að draga um­sókn mína um starf fram­kvæmda­stjóra Íbúðalána­sjóðs til baka.
 
Um­sókn­ar­ferlið allt hef­ur tekið lang­an tíma og enn sér ekki fyr­ir end­ann á því.  Ferlið hef­ur verið unnið með ráðgjöf­um Capacent  sem sam­kvæmt heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins styðjast við bestu mögu­legu aðferðir í öllu því sem snýr að ráðning­um, m.a. með viður­kennd­um viðtalsaðferðum og notk­un annarra mats­tækja s.s. starfs­grein­ingaaðferða, per­sónu­leika­prófa og fleira.
 
Sú leið sem stjórn ÍLS hef­ur nú ákveðið að fara, að feng­inni til­lögu ráðherra, mun von­andi leiða til þess að ákvörðun verði tek­in fljót­lega um ráðningu.  Mitt nafn verður þó ekki í þeim potti um­sækj­enda sem til greina koma, enda lít ég svo á að þar sem stjórn­in treysti sér ekki til að taka ákvörðun, byggða á því ráðning­ar­ferli og viðtöl­um sem nú þegar hafa farið fram, sé það full­reynt að af ráðningu minni verði.  Eft­ir því sem ég best veit hafði feng­ist meiri­hluti fyr­ir ráðningu minni, en ákvörðun hef­ur enn verið frestað  og sett í nýj­an far­veg með íhlut­un ráðherra.
 
Ég vil sér­stak­lega þakka ykk­ur öll­um ein­stak­an stuðning og hlýhug nú í sum­ar og ég verð að segja að þrátt fyr­ir von­brigði um að hafa ekki „landað“ starf­inu, þá bý ég að því að starfs­fólk ÍLS  hafi litið svo á að ég væri hæf til að gegna stöðu fram­kvæmda­stjóra.  Fyr­ir það vil ég þakka enn og aft­ur.
 
Verk­efni okk­ar framund­an eru gríðarleg og ég veit að við mun­um tak­ast á við þau með sama dugnaði og við höf­um sýnt fram að þessu.  Nú þegar hef­ur fram­kvæmda­stjórn lagt fram til­lög­ur til stjórn­ar um stefnu­mörk­un vetr­ar­ins, eitt­hvað af þeim til­lög­um mun verða hrint í fram­kvæmd á næst­unni, aðrar verða að bíða nýs fram­kvæmda­stjóra.
 
Bestu kveðjur
Ásta“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert