Deilt um stöðu Evrópumálanna

AP

„Staðan er í raun bara svipuð og gert var ráð fyrir í upphafi. Það er verið að vinna að undirbúningi þessa dagana eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti að hefja viðræður við Ísland,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, en nefndin fundaði í dag um stöðu umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fund nefndarinnar lýsti áhyggjum sínum að honum lokum af lýðræðislegri umræðu um málið hér á landi í ljósi þess að Evrópusambandið ætli sér að koma með mikla fjármuni til þess að hafa bein og óbein áhrif á umræðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert