Ekki rukkað vegna bílalána

Íslands­banki fjár­mögn­un hef­ur ákveðið að senda ekki út greiðslu­seðla vegna gjald­daga í sept­em­ber á bíla­lán­um og kaup­leigu­samn­ing­um í er­lendri mynt.  Áður hafði bank­inn frestað gjald­dög­um í júlí og ág­úst á fyrr­greind­um lán­um, þar sem óvissa ríkti um hvernig haga skyldi end­ur­reikn­ingi þeirra í kjöl­far dóms Hæsta­rétt­ar frá 16. júní um ólög­mæti lán­anna.

Beðið eft­ir dómi Hæsta­rétt­ar þann 6. sept­em­ber

„Íslands­banki fjár­mögn­un hóf að und­ir­búa end­ur­reikn­ing of­an­greindra lána í júlí eft­ir til­mæli frá Seðlabanka Íslands og FME, og miðar þeirri vinnu vel.  Þann 6. sept­em­ber nk. verður hins­veg­ar tekið fyr­ir í Hæsta­rétti mál sem snýr að vaxtaþætti bíla­lána og kaup­leigu­samn­inga í er­lendri mynt.

Niðurstaða Hæsta­rétt­ar mun hafa áhrif á end­urút­reikn­inga og því er ekki hægt að ljúka við þá fyrr en dómsniðurstaða ligg­ur fyr­ir síðar í sama mánuði. Af þeim sök­um hef­ur verið ákveðið að fresta gjald­daga fyr­ir sept­em­ber eins og áður seg­ir," seg­ir í til­kynn­ingu frá Íslands­banka.

Líkt og fram kom á mbl.is á þriðju­dag munu fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­in Avant og SP-fjár­mögn­un ekki senda út greiðslu­seðla vegna geng­is­tryggðra lána um mánaðamót­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka