Fastan rofin í bandaríska sendiráðinu

Íslenskir múslimar í bandaríska sendiráðinu í gærkvöldi.
Íslenskir múslimar í bandaríska sendiráðinu í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenskum múslimum var boðið til kvöldverðar í bandaríska sendiráðinu í gærkvöldi í tilefni ramadan-mánaðar.

Múslimar fasta þann mánuð frá morgni til kvölds og var sólseturs því beðið áður en matast var. Sólin settist klukkan 21:11 og var fastan þá rofin með döðlum og mjólk.

Kvöldmáltíðin þegar ramadan stendur yfir nefnist „iftar“ en Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt slíka í Hvíta húsinu 13. ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert