Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis sitja nú á fundi þar sem rætt er um stöðu umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið (ESB), en undanfarna daga hefur nokkur umræða skapast um það hvers konar ferli hafi hafist í kjölfar hennar.
Sú umræða skapaðist ekki síst í kjölfar þeirra ummæla Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í Morgunblaðinu s.l. þriðjudag að erfitt væri að túlka minnisblað frá ráðuneytisstjóra hans öðruvísi en svo að Ísland væri í aðlögunarferli að ESB. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur hins vegar sagt að þetta sé misskilningur hjá Jóni.
Fundur utanríkismálanefndar hófst kl. 9 í morgun og er gert ráð fyrir að hann standi frameftir degi.