Hanna Birna: Íbúar geta ekki tekið meira á sig

Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn, seg­ir að íbú­ar borg­ar­inn­ar geti ein­fald­lega ekki bætt við sig þeim tugþúsunda út­gjöld­um sem það þýðir fyr­ir meðal­fjöl­skyldu í Reykja­vík að hækka á einu bretti gjald­skrár Orku­veit­unn­ar um tugi pró­sentna.

 Í grein sem Hanna Birna rit­ar í Morg­un­blaðið í dag seg­ir hún að  stefna borg­ar­stjórn­ar hafi verið skýr varðandi Orku­veitu Reykja­vík­ur. Hún hafi fal­ist í því að leysa skamm­tíma­vanda fyr­ir­tæk­is­ins með um­fangs­mikl­um hagræðing­araðgerðum, en hófstillt­um og sann­gjörn­um gjald­skrár­hækk­un­um sem dreift yrði á næstu 3 - 5 ár. 

„ Af sam­töl­um við lán­veit­end­ur Orku­veit­unn­ar vissu bæði stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins og Reykja­vík­ur að slík áætl­un full­nægði ósk­um þeirra og þeir hefðu skiln­ing á þeirri af­stöðu eig­enda að íbú­ar gætu ekki ein­ir og sér tekið að sér að leysa skamm­tíma­vanda fyr­ir­tæk­is­ins með hækk­un um tugi pró­sentna sem öll tæki gildi á sama tíma.  

 Jafn­framt var öll­um ljóst að lang­tíma­vandi fyr­ir­tæk­is­ins yrði leyst­ur með því einu að eig­end­ur komi sér sam­an um að minnka efna­hags­reikn­ing Orku­veit­unn­ar og þar með draga úr um­svif­um fyr­ir­tæk­is­ins.  Að reyna að teja íbú­um nú trú um það að lausn­in fel­ist í ein­hliða hækk­un um tugi pró­sentna er því ekki aðeins ósann­gjörn gagn­vart íbú­um vegna þess hvaða áhrif það hef­ur á þeirra fjár­hag held­ur einnig vegna þess að þeir eiga skilið var­an­legri lausn­ir af hálfu kjör­inna full­trúa."

Hanna Birna hvet­ur nú­ver­andi meiri­hluta til að hraða vinnu sinni, vanda til verka og horf­ast strax í augu við það að íbú­ar geta ein­fald­lega ekki bætt við sig þeim tugþúsunda út­gjöld­um sem það þýðir fyr­ir meðal­fjöl­skyldu í Reykja­vík að hækka á einu bretti gjald­skrár Orku­veit­unn­ar um tugi pró­sentna.

„Þeir geta held­ur ekki bætt í heim­il­is­bók­haldið tugþúsunda­hækk­un vegna hækk­ana á öðrum gjald­skrám, svo ekki sé nú talað um hækk­un skatta."

 Hægt er að lesa grein Hönnu Birnu í heild hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert