Hávaði ekki útburðarsök

mbl.is/GSH

Hæstirétt­ur hef­ur hafnað kröfu hús­fé­lags fjöl­býl­is­húss í Reykja­vík um að íbúi í hús­inu verði bor­inn út úr íbúð sinni vegna hávaða, sem borist hef­ur frá íbúðinni í nokk­ur skipti. Einnig krafðist hús­fé­lagið þess að íbú­an­um yrði gert að selja íbúðina.

Hús­fé­lagið samþykkti á fundi í júlí á síðasta ári að skora á íbú­ann að virða gild­andi um­gengn­is­regl­ur. Var sú áskor­un birt íbú­an­um með stefnu­votti og tekið fram, að yrði ekki orðið við henni mundi stjórn­in leggja fyr­ir hús­fé­lags­fund að krefjast út­b­urðar. 

Hús­fé­lagið seg­ir, að maður­inn hafi ekki sinnt þess­ari aðvör­un og lög­regla hafi ít­rekað síðan verið kvödd í húsið vegna hávaða frá íbúðinni. Í nóv­em­ber var hald­inn ann­ar hús­fé­lags­fund­ur og þar var samþykkt að gera íbú­an­um að flytja úr hús­inu í síðasta lagi í janú­ar og selja eign­ar­hluta sinn, með vís­an til laga um fjöleigna­hús.

Íbú­inn sinnti þess­um kröfu ekki og þá höfðaði hús­fé­lagið út­b­urðar­mál. Héraðsdóm­ur kannaði hjá lög­reglu hve oft hún hefði verið kölluð í húsið vegna hávaða. Í ljós kom að það gerðist tvisvar frá nóv­em­ber 2008 til júlí 2009. Því taldi héraðsdóm­ur ekki að aðvör­un­in í júlí hefði átt rétt á sér þar sem ekki lægi fyr­ir að maður­inn hafi þá gerst sek­ur um gróf eða ít­rekuð brot.

Eft­ir þetta, eða frá júlí og fram í nóv­em­ber, fékk lög­regl­an fimm til­kynn­ing­ar um hávaða í íbúðinni og í tveim­ur til­fell­um fór lög­regl­an á vett­vang og hafði af­skipti af mann­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert