HS-Orka vill selja orku til Helguvíkur

HS-Orka og Norðurál vinna að gerð samnings um sölu á …
HS-Orka og Norðurál vinna að gerð samnings um sölu á rafmagni til álvers í Helguvík. Rax / Ragnar Axelsson

HS-Orka er ekki að reyna að koma sér undan samningum við Norðurál um sölu á raforku til álvers í Helguvík. Þetta segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi. Unnið sé að því að ná samningum við Norðurál.

„Við viljum ekkert frekar en að ná samningum við Norðurál og koma Helguvíkurverkefninu áfram. Það er skýr afstaða HS-Orku og Magma,“ sagði Ásgeir.

Í Fréttablaðinu í gær er vísað til bréfs Ross Beaty, aðaleiganda Magma Energy, til Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra þar sem segir að í bréfinu gefi Beaty til kynna að hann hafi lítinn áhuga á að HS-Orka selji orku til álvers Norðuráls í Helguvík.

Ásgeir segir að fréttin sé byggð á ófullkomnum upplýsingum um innihald þessa bréfs og hún sé því ekki rétt. HS-Orka vilji selja raforku til Helguvíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert