Í fullum rétti til makrílveiða

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sigurður Bogi Sævarsson

Íslend­ing­ar eiga rétt á að veiða mak­ríl í sinni lög­sögu en þeir vilja kom­ast að sam­komu­lagi við aðrar þjóðir um veiðarn­ar, að því er Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði í sam­tali við Chann­el 4 í Bretlandi í dag. Hann benti á að Ísland eigi rétt á veiðunum sem strand­ríki. 

Jón hef­ur rætt við fjöl­miðla í Bretlandi í dag um mak­ríl­veiðar Íslend­inga en veiðar Íslend­inga og Fær­ey­inga hafa vakið hörð viðbrögð, einkum í Skotlandi. Jón sagði í sam­tali við Chann­el 4 að hann teldi að hlýn­un sjáv­ar í kring­um Ísland ætti sinn þátt í aukn­um mak­ríl­göng­um hingað. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert