Ögmundur vill að ríkisstjórn lifi

00:00
00:00

Óró­leiki hef­ur mynd­ast í rík­is­stjórn vegna ólíkra skoðana manna á svo­nefndu aðlög­un­ar­ferli ESB. Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, var sagður vera hvat­vís eft­ir um­mæli hans við Morg­un­blaðið um aðlög­un­ar­ferlið síðastliðinn þriðju­dag.

En eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund sam­dæg­urs voru Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sam­mála um að Jón Bjarna­son væri að mis­skilja málið. Einnig hafði Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, orð á því að Jón færi ekki með rétt mál.

Þrátt fyr­ir skoðun þeirra lít­ur út fyr­ir að ekki liggi ljóst fyr­ir hvort aðlög­un­ar­ferlið sé hafið eða ekki. Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG, seg­ir að þetta mál þurfi að skoða bet­ur en taldi að það myndi leys­ast á friðsam­leg­um nót­um. Hann sagðist hafa trú á því að rík­is­stjórn­in myndi halda áfram sam­starfi og vonaðist til þess að hún haldi áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert