Um 100 manns mættu á íbúafund á Veitingastofunni Brekkunni á Stöðvarfirði í gær til að ræða um mál sem brenna á íbúum bæjarins, þar á meðal fyrirhugaða lokun Landsbankans og pósthúss.
Að sögn Alberts Geirssonar var hljóðið þungt í fundarmönnum og lýstu þeir yfir miklum áhyggjum með stöðu mála. Þingmennirnir Björn Valur Gíslason, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Kristján Þór Júlíusson sóttu fundinn ásamt mestum hluta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.