Uppnám vegna skúra á skólalóð

Færanlegar kennslustofur voru fluttar á skólalóð Vesturbæjarskóla í nótt en nota á þær til að leysa húsnæðisvandræði frístundarheimilis skólans. Nemendum hefur fjölgað mikið milli ára og  núverandi húsnæði skólans dugar ekki. En foreldrum líst ekki vel á skúrana og gagnrýndu þetta fyrirkomulag harðlega í samtölum við mbl.is.

„Við ætlum að reyna eins og við mögulega getum að finna leiðir til að þessar lausu kennslustofur verði sem styst á lóðinni til að skerða hana ekki. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af þessum húsum, vegna þess að ég veit hvað skólastarf getur verið gott í svona skálum. Ég hef hins vegar mikla samúð og skilning á því að leiksvæði barnanna í Vesturbæjarskóla er mjög aðþrengt,“ segir Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri Reykjavíkurborgar.

Í tilkynningu frá skrifstofu borgarstjóra segir, að næstu daga verði unnið við lagfæringar á kennslustofunum og verði þær málaðar og aðgengi bætt. Um sé að ræða tímabundna lausn á vandanum og nú sé verið að leita að húsnæði fyrir skólastarfsemina í grennd við skólann.

Starfsemin muni þó ekki hefjast fyrr en að eftirlitsaðilar, heilbrigðis- og eldvarnaeftirlit, hafi skoðað aðstöðuna og samþykkt að hún uppfylli þær kröfur sem gerðar eru séui til skólahúsnæðis.

Foreldrarnir segjast hins vegar ætla að berjast fyrir því að fundin verði önnur lausn á húsnæðisvandanum strax.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka