Veit um sex aðra þolendur

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir.
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir. mbl.is/Heiðar

Sigrún Pálína Ingvars­dótt­ir kveðst vita um sex kon­ur, auk sín, sem urðu fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu Ólafs heit­ins Skúla­son­ar bisk­ups. Þetta kom fram í viðtali Kast­ljóss Sjón­varps­ins við Sigrúnu Pálínu í kvöld.

Sigrún kvaðst standa við frá­sögn sína um sam­skipti sín við Karl Sig­ur­björns­son bisk­up og séra Hjálm­ar Jóns­son. Hún tel­ur að kirkj­unn­ar menn hafi reynt að þagga niður í sér. 

Aðspurð um af­stöðu sína til Þjóðkirkj­unn­ar kvaðst Sigrún Pálína vera knú­in áfram af þrá eft­ir því að kirkj­an verði heil. 

Hægt er að horfa á viðtal Kast­ljóss við Sig­ríði Pálínu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert