Sigrún Pálína Ingvarsdóttir kveðst vita um sex konur, auk sín, sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ólafs heitins Skúlasonar biskups. Þetta kom fram í viðtali Kastljóss Sjónvarpsins við Sigrúnu Pálínu í kvöld.
Sigrún kvaðst standa við frásögn sína um samskipti sín við Karl Sigurbjörnsson biskup og séra Hjálmar Jónsson. Hún telur að kirkjunnar menn hafi reynt að þagga niður í sér.
Aðspurð um afstöðu sína til Þjóðkirkjunnar kvaðst Sigrún Pálína vera knúin áfram af þrá eftir því að kirkjan verði heil.
Hægt er að horfa á viðtal Kastljóss við Sigríði Pálínu hér.