28,5% hækkun á gjaldskrá

Stjórn Orkuveitunnar hefur samþykkt að hækka gjaldskrá.
Stjórn Orkuveitunnar hefur samþykkt að hækka gjaldskrá.

Gjald­skrá Orku­veitu Reykja­vík­ur hækk­ar um 28,5% 1. októ­ber næst­kom­andi. Til­laga þessa efn­is var samþykkt á stjórn­ar­fundi fé­lags­ins. Jafn­framt var ákveðið að fela for­stjóra að skera niður rekstr­ar­kostnað um 25%. Þá ætl­ar fé­lagið að selja  eign­ir sem ekki til­heyra kjarn­a­starf­semi.

Har­ald­ur Flosi Tryggva­son, stjórn­ar­formaður Orku­veit­unn­ar, seg­ir að þess­ar ákv­arðanir séu erfiðar en nauðsyn­leg­ar. Fyr­ir­tækið geti að óbreyttu ekki staðið und­ir end­ur­greiðslu lána.

Í til­kynn­ingu frá Orku­veit­unni seg­ir að al­geng­ur orku­reikn­ing­ur heim­ila hækki um 2.750 krón­ur á mánuði eða 28,5%. Þá er reiknað með 130 fer­metra íbúð með nokkra í heim­ili. Við hækk­un­ina auk­ist heim­il­isút­gjöld viðskipta­vina OR að jafnaði um 0,7%. Áhrif­in á neyslu­verðsvísi­töl­una er 0,39%.

Nú  kost­ar raf­magn og hiti í 130 fer­metra íbúð  um 117 þúsund á ári  en eft­ir hækk­un verður þessi kostnaður um 150 þúsund.

Ein­stak­ir liðir í gjald­skránni hækka mis­mun­andi mikið. Þannig hækk­ar gjald fyr­ir dreif­ingu á raf­magni um 40%, raf­magnsverð um 11% og verð á heitu vatni um 35%. Orku­veit­an bend­ir á að verð á heitu vatni hafi lækkað að raun­v­irði um 30% frá árs­byrj­un 2005. Hún bend­ir einnig á að frá árs­byrj­un 2004 hafi verð á raf­magni til heim­ila hækkað um 23% á meðan neyslu­verðsvísi­tala hafi hækkað um 57%. Verð á raf­orku til stóriðju hafi hins veg­ar hækkað á þessu tíma­bili um 116% í ís­lensk­um krón­um.

Gjald­skrá Orku­veitu Reykja­vík­ur skal hér eft­ir halda raun­gildi sínu og taka mið af al­mennu verðlagi í land­inu. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins mun end­ur­skoða gjald­skrána á hálfs árs fresti og leggja mögu­leg­ar breyt­ing­ar fyr­ir stjórn til kynn­ing­ar.

Orku­veit­an stefn­ir að því að selja eign­ir sem ekki til­heyra kjarn­a­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Meðal þess sem er til sölu er eign­ar­hlut­ur OR í HS-Veit­um og Landsneti, land­ar­eign­ir og lóðir í Hvamms­vík í Kjós og Ber­serkja­eyri á Snæ­fellsnesi. Enn­frem­ur er Hót­el Heng­ill á Nesja­völl­um og veit­ingastaður­inn Perl­an til sölu.

Gert er ráð fyr­ir að draga sam­an rekst­ur OR um liðlega tvo millj­arða króna á ári með hagræðingu í áföng­um til árs­ins 2012. Þar af munu aðgerðir ár­anna 2009 og 2010 skila 900 millj­óna króna sparnaði. Orku­veit­an seg­ir að tónn­inn hafi þegar verið gef­inn af hálfu stjórn­ar með því að lækka laun for­stjóra um hundruð þúsunda króna á mánuði. Hann hef­ur síðan staðið fyr­ir því að rýma efstu hæð Orku­veitu­húss­ins í því skyni að leigja hana út og afla þannig tekna.

„Þær aðgerðir sem við erum að ráðast í og áætlan­ir sem þeim fylgja miða að því að tryggja skamm­tíma­greiðslu­hæfi fé­lags­ins. Fé­lagið var fjár­magnað til ára­móta og það er óviðun­andi staða að sjóðstaðan sé ekki betri en það. Aðgerðirn­ar eru hugsaðar til að styrkja getu fé­lags­ins til að afla frek­ari láns­fjár,“ sagði Har­ald­ur Flosi.

„Þó að við stönd­um nú í erfiðum ákvörðunum þá hef­ur þetta fé­lag all­ar for­send­ur til að ná fyrri reisn. Það nokkr­ir sam­verk­andi þætt­ir sem valda því að fyr­ir­tækið geng­ur núna í gegn­um erfitt tíma­bil. Ég tel að á til­tölu­lega fáum árum geti þetta fé­lag farið að skila mikl­um arði.“

Haraldur Flosi Tryggvason.
Har­ald­ur Flosi Tryggva­son. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert